Ekki missa af neinu!
Aðstæður fólks eru æði ólíkar og ekki geta allir komist á
alla viðburði, hvort sem er vegna fjarlægðar, fötlunar eða
tímaleysis. Við bjóðum upp á upptöku og streymiþjónustu
fyrir hvers kyns viðburði til að færa þá nær fólki í tíma
og rúmi.
Innifalið í þjónustunni er streymigluggi, upptaka og
úrvinnsla myndefnis með sundurgreiningu eftir ræðumanni
eða umræðuefni, tilbúið til birtingar á netinu og/eða
í varðveislu á stafrænu formi.